Atvinnustig fari í forgrunn kjaraviðræðna

Atvinnuleysi. Framkvæmdastjóri SA kveðst óttast aukið atvinnuleysi.
Atvinnuleysi. Framkvæmdastjóri SA kveðst óttast aukið atvinnuleysi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ljóst er að forsendur lífskjarasamningsins um lækkun vaxta og aukningu kaupmáttar standast, að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

„Efndir á fyrirheitum stjórnvalda í tengslum við samninginn eru túlkunaratriði sem samningsaðilar eiga eftir að ræða,“ segir hann í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Í samningnum er m.a. kveðið á um að í september 2021 skuli launa- og forsendunefnd meta hvort forsenda lífskjarasamningsins um kaupmátt launa, vexti og yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um stjórnvaldsaðgerðir hafi staðist. Nefndin á að tilkynna niðurstöðu fyrir lok september.

Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar hafa í viðtölum við Morgunblaðið gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki staðið við allt sem lofað var við gerð lífskjarasamningsins.

Halldór Benjamín sagði ljóst að stjórnvöld hefðu til dæmis ekki staðið við að gera breytingar á löggjöf um lífeyrissjóði. Það mál dagaði enn einu sinni uppi við þinglok í vor, þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »