Bílar skullu saman í Þingvallastræti

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Árekstur varð í Þingvallastræti á Akureyri á tólfta tímanum. Ekki urðu slys á fólki, en eins og sjá má á myndum sem ljósmyndari mbl.is tók urðu talsverðar skemmdir á bílum. 

Varðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra gat lítið um málið sagt, enda nýskeð. Hann staðfesti þó að engin slys hefðu orðið á fólki, þar sem ekki var óskað eftir sjúkrabíl. 

Ekki er vitað hvort umferð hafi tafist á svæðinu. 

Fréttin verður uppfærð.

mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is