Fimm nýjar innlagnir og einn á gjörgæslu

Átta eru nú á Landspítalanum með Covid-19 og einn þeirra …
Átta eru nú á Landspítalanum með Covid-19 og einn þeirra er á gjörgæslu.

Átta liggja nú inni á Landspítalanum og einn er á gjörgæslu. Þetta staðfestir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala.

Ljóst er að fimm hafa bæst í hópinn frá því í gær og að sögn Hildar voru þessar fimm innlagnir allar vegna Covid-19, en ekki þannig að fólk greindist jákvætt eftir innlögn.

Hildur getur ekki staðfest hvort einstaklingurinn á gjörgæslu sé með undirliggjandi sjúkdóm eða hvort veikindi hans stafi af Covid-19-sjúkdómnum en viðkomandi var lagður beint inn á gjörgæslu og er því einn þeirra sem voru á Landspítalanum í gær.

mbl.is