Hafnarfjarðarvegur lokaður

Hafnarfjarðarvegur.
Hafnarfjarðarvegur. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Vegna fræsingar í tengslum við endurbætur á Hafnarfjarðarvegi verður báðum akreinum til suðurs á kaflanum frá Vífilsstaðavegi að Lyngási lokað í dag á milli klukkan 9 og 16. 

Hjáleiðir verða merktar um Vífilsstaðaveg og Hraunsholtsbraut. 

Samkvæmt núverandi áætlun er fyrirhugað að malbika sama kafla á morgun, 29. júlí, með sömu lokun í huga. 

mbl.is