Hlýindum spáð í höfuðborginni í dag og á morgun

Búast má við að margir vilji njóta góða veðursins þegar …
Búast má við að margir vilji njóta góða veðursins þegar loksins birtir til og hlýnar í höfuðborginni eftir langvarandi dumbung og vætu. Þessar konur létu fara vel um sig í blíðunni á Austurvelli í gær. Árni Sæberg

Hiti gæti orðið um 20°C síðdegis í dag í Reykjavík og eins á morgun, samkvæmt veðurspá Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings á vefnum Blika.is. Hann gerir ráð fyrir norðaustanátt „af hlýrri gerðinni“ og sólríku veðri. Það eina sem gæti sett strik í reikninginn, að minnsta kosti sums staðar á svæðinu, er ef það kemur hafgola.

„Við getum átt von á hálfgerðum hnjúkaþey í Reykjavík,“ sagði Einar. „Norðaustanáttin er venjulega hagstæð hvað varðar vindstyrk og sólfar í Reykjavík. Að auki verður hún af hlýrri gerðinni. Það er hlýr loftmassi norðan við landið. Svo rignir líka frá þessu um norðaustanvert landið og þá losnar úr læðingi auka varmi. Við hægan vind og verði bjart með köflum ætti hitinn að komast í tuttugu stig eins og hann gerir stundum um þetta leyti um hásumar við bestu aðstæður.“

Esjan myndar skjól fyrir norðaustanáttinni á mestöllu höfuðborgarsvæðinu. Spurningin er hvort henni tekst að halda aftur af hafgolunni sem er stóri óvissuþátturinn á dögum eins og þessum, að sögn Einars. Nái hafgolan sér á strik verður hitinn líklega ekki meiri en 15-16°C sem er þó meira en fólk hefur átt að venjast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »