Landsmóti UMFÍ 50+ frestað

Frá síðasta landsmóti árið 2019.
Frá síðasta landsmóti árið 2019. Ljósmynd/UMFÍ

Landsmóti UMFÍ 50+ sem átti að halda í Borgarnesi í lok ágúst hefur verið frestað vegna mikilla fjölda kórónuveirusmita í samfélaginu.

„Við vorum einróma hjá UMFÍ og mótshaldarar í Borgarbyggð um að leggja lóð okkar á vogarskálarnar í baráttunni við útbreiðslu veirunnar og fresta mótinu til að tryggja öryggi þátttakenda og þeirra sjálfboðaliða sem ætluðu að vinna við það. Þótt við þurfum að taka þungbærar ákvarðanir þá verður baráttan ekki unnin öðruvísi en með samheldni,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ, í tilkynningu.

Framkvæmdanefnd Landsmóts UMFÍ 50+ og framkvæmdastjórn UMFÍ funduðu í gær og ákváðu að fresta mótinu, sem átti að fara fram 27.-29. ágúst.

Frá síðasta landsmóti árið 2019.
Frá síðasta landsmóti árið 2019. Ljósmynd/UMFÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert