Líklegt að smit verði víðar

Smitið var rakið til starfsmanns.
Smitið var rakið til starfsmanns. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Hjá okkur starfar gott og skynsamt fólk. Það hefur passað sig hingað til. En þegar þú ert með um 700 manns í vinnu eru alltaf líkur á að einn og einn smitist. Því miður tel ég líklegt að þetta eigi eftir að gerast á fleiri heimilum,“ sagði Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna.

Sem kunnugt er smituðust tveir heimilismenn á Grund og var smitið rakið til starfsmanns. Gísli Páll telur ekki hægt að fara fram á að starfsfólk fari í sóttkví eða einangrun utan vinnutíma.

Heimilismennirnir sem smituðust eru í einangrun á herbergjum sínum sem bæði eru með sérsnyrtingu. Þeir voru bólusettir og eru einkennalitlir.  

Grundarheimilin eru þrjú, Grund, Ás og Mörk. „Við höfum ekki bannað heimsóknir, annars staðar en á Grund, en óskum eftir því að 30 ára og yngri komi ekki í heimsókn og að hver heimilismaður fái ekki fleiri en tvo gesti í einu. Við höfum aftur sett á grímuskyldu þegar gestir fara í herbergi þess sem þeir heimsækja. Með þessu reynum við að draga úr líkum á smiti,“ sagði Gísli Páll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert