Margir ætla í útilegu um helgina

Þar var þéttskipað á tjaldsvæðinu í sumar þegar Steinullarmótið fór …
Þar var þéttskipað á tjaldsvæðinu í sumar þegar Steinullarmótið fór fram. Örtröð hefur verið á tjaldsvæðum þar sem veðrið er gott. mbl.is/Björn Jóhann

„Á föstudaginn var þegar allir biðu eftir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir vegna faraldursins sáum við helmings hrun í bókunum á tjaldstæðum þá helgina,“ sagði Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri Computer Vision ehf.

Fyrirtækið á m.a. vefinn tjalda.is og einnig appið PARKA. Þar er hægt að bóka tjaldstæði á meira en 30 tjaldsvæðum víða um landið í gegnum appið. Einnig er hægt að greiða fyrir bílastæði Reykjavíkurborgar og einnig í Höfðatorgi og Hafnartorgi svo dæmi séu nefnd. Þá er hægt að borga fyrir bílastæði við vinsæla ferðamannastaði eins og gosið í Geldingadölum, Reykjanesvita og víðar.

Á vefnum tjalda.is eru upplýsingar um 140 tjaldsvæði og er þeim alltaf að fjölga, að sögn Ívars. Hann sagði að bókanir á tjaldstæðum hafi nú aftur tekið við sér.

„Nú er Suðurlandið langheitast bæði í leit að tjaldsvæðum á tjalda.is og eins að bókunum tjaldstæða á PARKA. Það er búið að blása af stórar útihátíðir og svo virðist sem margir ætli í útilegu á tjaldsvæði um verslunarmannahelgina. Það er mikilvægt að vera búinn að bóka tjaldstæði fyrir fram og tryggja sér pláss,“ sagði Ívar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »