Milljónamæringur á Hólmavík

Lottó
Lottó

Miðahafi í Víkingalóttói hafði heppnina með sér í lottóúrdrætti kvöldsins. Hann hafði keypt miðann í Krambúðinni á Hólmavík og vann 3. vinning Víkingalottósins, eða um tvær milljónir íslenskra króna.

Vinningstölurnar voru 15, 21, 25, 32, 34, 39 og víkingatalan var 4.

Enginn vann fyrsta né annan vinning. 

Sjö voru með fjór­ar rétt­ar töl­ur í jókern­um og fær hver 100 þúsund krón­ur. Miðarn­ir voru ým­ist keypt­ir í lottó-app­inu eða í áskrift.

mbl.is