Óvissa ríkir um Reykjavíkurmaraþonið

Sam­kvæmt óbreyttu skipu­lagi á maraþonið að fara fram laug­ar­dag­inn 21. …
Sam­kvæmt óbreyttu skipu­lagi á maraþonið að fara fram laug­ar­dag­inn 21. ág­úst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mik­il óvissa ríkir um það hvort hægt verður að halda Reykja­vík­ur­m­araþonið með hefðbundnu sniði vegna aðgerða gegn kór­ónu­veirunni. Sam­kvæmt óbreyttu skipu­lagi á maraþonið að fara fram laug­ar­dag­inn 21. ág­úst. 

„Okkur langar að halda maraþonið því söfnunin skiptir okkur miklu máli fyrir góðgerðarfélögin. Við liggjum bara undir feldi að skoða allar aðstæður og möguleika því það er engin leið að vita hvernig staðan verður 21. ágúst,“ segir Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, í samtali við mbl.is.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kórónuveirufaraldurinn hefur áhrif á Reykjavíkurmaraþonið en það var haldið með breyttu sniði í fyrra af sömu ástæðu.

„Við hættum við maraþonið í fyrra og vorum í raun og veru með viðburði sem einblíndu á góðgerðafélögin og söfnunina. Þá vorum við með „Hlauptu þína leið“ þar sem allir gátu hlaupið, safnað áheitum og lagt sitt af mörkum til góðgerðarfélaganna þrátt fyrir allt.“

Aðspurð segir Silja það koma til greina að halda maraþonið með sama sniði og í fyrra. „Það má vel vera. Þetta eru ofboðslega skrítnir tímar. Við erum bara á fullu að reyna að skoða alla kosti og galla með öllu. Vissulega viljum við safna og vonum að sem flestir safni með okkur.“

Silja segir að gera megi ráð fyr­ir því að tek­in verði ákvörðun um ör­lög maraþons­ins fyrir 13. ágúst áður en núverandi reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttarinnar fellur úr gildi.

„Við verðum örugglega búin að taka einhverja ákvörðun fyrir þann tíma. Ég held við þurfum bara að sjá tölur næstu daga, fá aðeins betri tilfinningu fyrir þessu og sjá hvað almannavarnir segja,“ segir hún að endingu.

mbl.is