Rafmagn sló út í allri Egilshöll

Í Egilshöll er kvikmyndahús, knattspyrnusalur og skautahöll.
Í Egilshöll er kvikmyndahús, knattspyrnusalur og skautahöll. mbl.is/Rósa Braga

Rafmagn sló út í allri Egilshöll í kvöld. Baldur Már Helgason, framkvæmdastjóri viðskipta hjá fasteignafélaginu Regin, segir að um bilun í rafmagnsstreng fyrir utan húsið sé að ræða. Taka þurfi rafmagnið af öllu húsinu til þess að laga bilunina og það verður gert í fyrramálið, þá fyrir opnun.

„Það er verið að reyna að halda sem mestu gangandi núna í kvöld til þess að halda sem flestu opnu, en það verður ekki gert við hann fyrr en í fyrramálið.“

Hætt við sýningar í kvikmyndahúsinu

Hætta þurfti sýningum í kvikmyndasölum Sambíóanna í Egilshöll vegna rafmagnsleysisins.

Samkvæmt heimildum mbl.is var brugðist við með því að bjóða viðskiptavinum bíósins gjafabréf fyrir tvo á hvaða sýningu sem er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert