Sterkari skjálftar en talið var

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/RAX

Jarðskjálftarnir sem riðu yfir við Bárðarbungu í gærkvöldi reyndust sterkari en tölur Veðurstofunnar gáfu til kynna í gær.

Fyrri skjálftinn, sem varð rétt eftir klukkan 19, mældist þá 3,3. Nú er styrkur hans metinn upp á 3,9.

Sá seinni, sem reið yfir þremur tímum síðar eða upp úr klukkan 22, var í gær talinn hafa verið 3,7 að stærð. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er hann nú talinn hafa verið af stærðinni 4,5.

Fleiri minni skjálftar urðu á svæðinu í gærkvöldi, en engra hefur orðið vart í dag.

mbl.is