Tveir heimilismenn á Grund smitaðir

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Tveir heimilismenn hjúkrunarheimilisins Grundar hafa greinst með kórónuveiruna. Smitið má rekja til starfsmanns heimilisins sem var við vinnu í síðustu viku. 

Fram kemur í tilkynningu að búið sé að skima alla heimilismenn sem viðkomandi starfsmaður var í samskiptum við. Ekki er búist við því að fleiri heimilismenn hafi smitast. 

Hinir smituðu heimilismenn hafa verið settir í einangrun á herbergjum sínum og eru einkennalitlir. Heimilið er lokað fyrir öllum heimsóknum næstu daga nema með sérstökum undanþágum. Þá hefur inntaka nýrra heimilismanna verið stöðvuð tímabundið. 

mbl.is