Bréfið eitt og hálft ár á leiðinni frá Kína til Íslands

Umslagið með stimplum pósthúsanna tveggja.
Umslagið með stimplum pósthúsanna tveggja.

Sigryggur R. Eyþórsson frímerkjasafnari þurfti að bíða í tæpt eitt og hálft ár eftir bréfi einu frá Kína.

Bréfið er stimplað sem móttekið á pósthúsi í Zhenjiang í Kína þann fjórða apríl 2020 en stimpill Íslandspósts um komu þess til flokkunar í Reykjavík er dagsettur þann 22. júlí 2021.

Bréfið var því 450 daga að berast frá Kína til Íslands.

Sigtryggur segist hafa fengið þá útskýringu að bréfpóstur berist nú töluvert hægar frá Kína en í venjulegu árferði vegna faraldursins. Því hafi bréf þetta setið á hakanum í rúmt ár áður en það barst hingað til lands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert