Bylgjur frá Alaska berast til Íslands

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Bylgjur frá jarðskjálftanum sem varð í Alaska í nótt hafa náð hingað til lands. Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að skjálfti að stærð 5,0 hafi orðið norðaustur af Flatey klukkan 6.25 í morgun, en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var ekki um skjálfta að ræða.

„Þetta er bara erlendur skjálfti sem gögnin okkar lesa. Nemarnir okkar alls staðar á landinu eru að nema þessa virkni í Alaska og staðsetja þá virkni vitlaust. Það má alveg búast við því þegar það koma svona sterkir erlendir skjálftar að það komi eitthvað smá rugl, þá þurfum við bara aðeins að hreinsa til hérna í gögnunum okkar. Bylgjurnar berast hingað og nemarnir eru svo næmir. Þegar það kemur svona stór skjálfti þá sést hann yfirleitt um allan hnöttinn þó að við myndum aldrei finna hann,“ segir náttúruvársérfræðingur. 

Skjálftasvæðið.
Skjálftasvæðið. Kort/USGS
mbl.is