Frágangur eftir sandspyrnu Top Gear langt kominn

Hjörleifshöfði á Mýrdalssandi.
Hjörleifshöfði á Mýrdalssandi. mbl.is/Jónas Erlendsson

Frágangur eftir sandspyrnuatriði fyrir breska þáttinn Top Gear við Hjörleifshöfða er langt kominn. Þetta segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, í samtali við mbl.is. 

Fyrr í vikunni var greint frá því að kvikmyndatökur færu fram á svæðinu í óleyfi Umhverfisstofnunar en samkvæmt náttúruverndarlögum er bannað að aka vélknúnum ökutækjum utan vega nema með leyfi stofnunarinnar. 

True North-framleiðslufyrirtækið sér um tökurnar og segir Daníel Freyr að Umhverfisstofnun muni taka svæðið út þegar frágangi er lokið, öðrum hvorum megin við helgina. 

„Næstu skref verða svo ákveðin í kjölfarið.“

mbl.is