„Getum ekki svarað þessu fyrir hvern og einn“

Landspítalinn telur ekki rétt að gefa upp bólusetningarstöðu hvers og …
Landspítalinn telur ekki rétt að gefa upp bólusetningarstöðu hvers og eins sem lagður er inn á spítalann vegna Covid-19. mbl.is

Farsóttarnefnd ákvað í samráði við starfandi sóttvarnalækni, Landspítala og persónuverndarfulltrúa spítalans að bólusetningarstaða þeirra sem leggjast inn á spítala verði ekki gefin upp í einstaka tilfellum.

„Þetta er alltof lítið þýði til þess að við getum verið að gefa upplýsingar af þessu tagi. Við getum ekki svarað þessu til fyrir hvern og einn, ekki frekar en öðrum upplýsingum í sjúkraskrá sjúklinga,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttarnefndar.

Hún útilokar þó ekki að farsóttarnefnd útvegi upplýsingar um bólusetningarstöðu þeirra sem leggjast inn á spítala vegna Covid-19 þegar eða ef innlögnum fjölgar, enda sé það verkefni sóttvarnalæknis að miðla upplýsingum um bólusetningarstöðu þeirra sem veikjast, og þeim verði miðlað.

mbl.is