Hagnaður í samræmi við afkomuviðvörun

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringir inn fyrstu viðskipti í Kauphöll …
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringir inn fyrstu viðskipti í Kauphöll Íslands. Ljósmynd/Íslandsbanki

Hagnaður Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi nam 5,4 milljörðum króna. Jókst hagnaðurinn mikið miðað við sama fjórðung fyrra árs þegar hann nam 1,2 milljörðum.

Fyrr í mánuðinum hafði bankinn gefið út jákvæða afkomuviðvörun vegna betri afkomu en spár höfðu gert ráð fyrir. Mestu skipti um hin miklu umskipti að virðisbreyting útlána var mun hagstæðari en fyrir ári. Nú var hún jákvæð sem nam 1,1 milljarði króna en hafði verið neikvæð sem nam 2,4 milljörðum á öðrum fjórðungi síðasta árs.

Hreinar þóknanatekjur hækkuðu einnig um 26% milli ára og námu 2,9 milljörðum króna. Stjórnunarkostnaður hækkaði um 10,5% milli ára og nam samtals 6,5 milljörðum. Hækkunin skýrist að mestu leyti af 588 milljóna einskiptiskostnaði vegna hlutafjárútboðs bankans sem fram fór í júní.

Á fyrstu sex mánuðum ársins nam hagnaður bankans 9 milljörðum króna, samanborið við 131 milljónar króna tap yfir sama tímabil í fyrra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »