Hitastigið fer víða yfir 20 gráðurnar

Stemmning í miðbæ Reykjavíkur í blíðunni íi gær.
Stemmning í miðbæ Reykjavíkur í blíðunni íi gær. mbl.is/Árni Sæberg

Búast má við að hiti á sunnanverðu landinu í dag fari í meira en 20 gráður og á höfuðborgarsvæðinu má búast við að hitinn fari einnig yfir 20 stigin. Þetta sýnir spá Veðurstofunnar.

Á Flúðum gæti hitinn í dag farið í 20-21 gráðu, segir á veðurvefnum blika.is, og í Eyjum rúmlega 10 gráður. Ber þar að hafa í huga að Flúðir eru nærri hálendisbrúninni svo þar kemur oft hlý gola ofan af fjöllum en í Eyjum blæs af úthafinu.

Hlýindin ná vestan af fjörðum og austur á Hornafjörð og stór hluti hálendisins er þá meðtalinn. Heldur kaldara verður um norðan- og austanvert landið. Á Egilsstöðum má búast við skýjalofti, sem einhver væta gæti fylgt. Hlýindi þessi munu samkvæmt spá haldast eitthvað fram á helgina, en á laugardag og sunnudag verður þó einhver væta við sunnanvert landið sem gæti náð eitthvað inn til fjalla og út á Faxaflóa. Norðanlands verður þurrt, að því er fram kemur í Morgnblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »