Kennurum boðinn örvunarskammtur

Frá bólusetningu í Laugardalshöll.
Frá bólusetningu í Laugardalshöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Að tillögu sóttvarnalæknis verður öllum kennurum og starfsmönnum skóla sem fengu bóluefni Janssen í vor boðinn örvunarskammtur með bóluefni Pfizer.

Fram kemur á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að minnst 28 dagar þurfa að hafa liðið frá Janssen-bólusetningu til að fólk geti mætt í örvunarskammt. Bólusett verður dagana 3. til 13. ágúst á Suðurlandsbraut frá klukkan 11 til 16.

Fólk er beðið að koma eftir því í hvaða mánuði ársins það er fætt og síðan hvenær í mánuðinum, þannig að þau sem eru fædd í fyrstu viku mánaðarins koma klukkan 11, þau sem fædd eru í annarri viku koma klukkan 12 og svo koll af kolli. 

Kennarar og starfsfólk skóla fætt:    

Janúar og febrúar: 3. ágúst 

Mars: 4. ágúst 

Apríl: 5. ágúst 

Maí: 6. ágúst 

Júní: 9. ágúst 

Júlí: 10. ágúst 

Ágúst: 11. ágúst 

September og október: 12. ágúst 

Nóvember og desember: 13. ágúst 

Boð verða ekki send út í þessar bólusetningar og er fólk beðið um að hafa meðferðis eldra strikamerki um boð í bólusetningu.

mbl.is