Laugavegur fær andlitslyftingu

Öll húsalengjan við Laugaveg, þar á meðal höfuðstöðvar Heklu, mun …
Öll húsalengjan við Laugaveg, þar á meðal höfuðstöðvar Heklu, mun víkja fyrir nýju byggðinni. mbl.is/sisi

Efri hluti Laugavegar mun taka miklum breytingum samkvæmt deiliskipulagi fyrir svokallaðan Heklureit, sem Reykjavíkurborg hefur auglýst til kynningar. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir allt að 463 íbúðum á efri hæðum og verslun og þjónustu á 1. hæð.

Á Heklureit er í dag fjölbreytt atvinnustarfsemi. Þar er stærsti aðilinn Hekla hf., bílaumboð og verkstæði, en einnig eru þar minni fyrirtæki og skrifstofuhúsnæði, ásamt verslunum og veitingastöðum.

Í fundi skipulags- og samgönguráðs hinn 30. júní sl. var lögð fram tillaga Yrkis arkitekta ehf. dags. 16. júní 2021 að deiliskipulagi fyrir Heklureit, nánar tiltekið lóðirnar við Laugaveg 168-174a. Í tillögunni eru settar fram skipulagslegar heimildir fyrir íbúðir, atvinnustarfsemi og gististarfsemi. Gert er ráð fyrir að allar byggingar á lóð Laugavegar 168 til 174a verði fjarlægðar að undanskildu borholuhúsi.

Byggðin verður mótuð með tilliti til landslags, sólargangs og veðurfars. Byggðin rís hæst til norðurs við Laugaveg en er lægst til suðurs við Brautarholt. Um er að ræða íbúðarhús, tveggja til sjö hæða, með möguleika á 8. hæð á norðvesturhorni Laugavegar 168 á reit A skv. fyrirliggjandi skipulagstillögu, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi áform í Morgunblaðinu í dag.

Framtíðarútlit. Horft til bygginganna frá Laugavegi. Efri hluti götunnar mun …
Framtíðarútlit. Horft til bygginganna frá Laugavegi. Efri hluti götunnar mun taka stakkaskiptum í framtíðinni. Tölvuteikning/Yrki arkitektar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert