Með væg einkenni á Grund

Tveir heimilismenn á Grund eru smitaðir.
Tveir heimilismenn á Grund eru smitaðir. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Einstaklingarnir eru áfram einkennalitlir og eru í einangrun á herbergjum sínum,“ segir Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna, í samtali við mbl.is um þá tvo heimilismenn sem greindust smitaðir á Grund í fyrradag. 

Gísli Páll staðfestir að ekki hafi fleiri smit greinst enn sem komið er.

Smitin tvö má rekja til starfs­manns heim­il­is­ins sem var við vinnu í síðustu viku. Búið er að loka heimilinu fyrir öllum heimsóknum um óákveðinn tíma en deildarstjórar geta veitt undanþágu.

mbl.is