Alvarlegt ástand á farsóttarhúsunum

Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins.
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins. mbl.is/Sigurður Bogi

Mikið álag hefur verið á farsóttarhúsunum og opnaði Rauði krossinn þriðja slíka húsið á dögunum. Það virðist ekki duga mikið lengur því allt stefnir í að húsin verði stútfull í dag eða á morgun, en nú eru 250 manns í einangrun í farsóttarhúsunum.

Rauði krossinn sér líka um ferðamenn í skimunarsóttkví og eru þeir nú um 170. Að auki eru 30 manns í sóttkví í farsóttarhúsunum.

„Ef plássin fyllast þýðir það að annaðhvort þurfum við að fækka þeim plássum sem við höfum fyrir ferðamennina eða grípa til annarra ráða sem við höfum ekki á þessari stundu,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa.

Í Morgunblaðinu í dag skorar hann á ferðaþjónustuna að leggja hönd á plóg og taka á móti ferðamönnum í skimunarsóttkví til að létta aðeins farginu af farsóttarhúsunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »