Bjart og hæg­látt veður um verslunarmannahelgina

Vel viðrar til útilegu um verslunarmannahelgina.
Vel viðrar til útilegu um verslunarmannahelgina.

Útlit er fyrir ágætisveður um allt land um verslunarmannahelgina, hægan vind, víða bjartviðri og að mestu þurrt, samkvæmt upplýsingum frá Birgi Erni Höskuldsson veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.

„Í dag verður frekar bjart og léttskýjað víða um landið og helst þá við suðurströndina. Þá gæti hiti náð upp í 25°C á Suðurlandi en einhverjar 8-14°C fyrir norðan. 

Á laugardaginn verður skýjað með köflum á Suður- og Vesturlandi og einhverjir smáskúrir fyrir sunnan. Léttskýjað verður fyrir norðan, á Vestfjörðum og á Austurlandi og þá kannski besta veðrið þar. Hitinn á öllu landinu verður þá um 10-18°C, hlýjast í innsveitum fyrir norðan og á Vestfjörðum. Lítils háttar væta verður á Suður- og Vesturlandi. 

Á sunnudag verður besta veðrið á Norðurlandi og á Vestfjörðum en búast má við síðdegisskúrum á sunnanverðu landinu,“ segir Birgir í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert