Göngin opin að nýju eftir stutta lokun

Hvalfjarðargöng voru lokuð um tíma nú í hádeginu vegna bilunar …
Hvalfjarðargöng voru lokuð um tíma nú í hádeginu vegna bilunar á stórum bíl. Ljósmynd/Vegagerðin

Flutningabíll bilaði nú skömmu eftir hádegi í Hvalfjarðargöngum. Bíllinn var á leiðinni upp úr göngunum norðanmegin við fjörðinn þegar hann bilaði. Starfsmaður Vegagerðarinnar staðfesti við mbl.is að búið væri að koma bílnum út úr göngunum og göngin því opin.

Starfsmaður Vegagerðarinnar segir þetta gerast annað slagið, að stórir bílar bili í göngunum en þetta hafi þó tekið lengri tíma en vanalega. Gripið var til þess ráðs að hleypa umferð til skiptis að norðan og sunnan, en nú hefur þó verið greitt úr flækjunni og göngin opin.

Enn er þó röð við göngin, en röð bíla var einfaldlega orðin það löng að sennilegast mun taka smá tíma að draga úr umferð. Ekkert er hægt að gera til þess að greiða úr því, segir starfsmaður Vegagerðarinnar. Það þarf að gerast af sjálfu sér.

mbl.is