Lindex opnar stórverslun á Selfossi

Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir.
Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir.

Níunda Lindex-verslunin á Íslandi var opnuð í gær. Verslunin er á Selfossi og er sú stærsta utan höfuðborgarsvæðisins.

„Það er sérlega gaman að koma heim ef svo má segja og loka hringnum, sem hófst í bílskúr hér á Selfossi,“ er haft eftir Lóu Dagbjörtu Kristjánsdóttur, umboðsmanni Lindex, í fréttatilkynningu frá versluninni.

„Með 75 þús. kr. í startfé lögðum við af stað í ferðalag um landið og markar þetta tímamót að nú, rúmlega tíu árum seinna, skulum við vera að opna í okkar heimabæ, meðal vina og ættingja. Sagt er að hver vegur að heiman sé vegurinn heim og við gætum ekki verið glaðari með að geta fagnað með fólkinu okkar á þessari hátíðarstundu, en segja má að Lindex sé nú loks komið heim,“ segir Lóa Dagbjört enn fremur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »