Lúðrablástur og veisluborð í Herjólfsdal

Lúðrasveit Vestmannaeyja var mætt til að létta lund þeirra sem …
Lúðrasveit Vestmannaeyja var mætt til að létta lund þeirra sem kíktu í Dalinn í gær. mbl.is/Ómar Garðarsson

Hún rís úr sumarsænum í silkimjúkum blænum með fjöll í feldi grænum, mín fagra Heimaey, segir í þjóðhátíðarlaginu 1951, Heima, einu fallegasta lagi Oddgeirs Kristjánssonar og hjartnæmum texta Ása í Bæ sem lögðu grunninn að að þeirri hefð sem þjóðhátíðarlög Vestmannaeyja eru. Þessi lýsing átti við í dag þegar Herjólfsdalur hefði að öllu jöfnu iðað af lífi, grænn og fagur og veður eins og best verður á kosið.

Svavar Steingrímsson ásamt hluta fjölskyldunnar sem hafði brugðið sér í …
Svavar Steingrímsson ásamt hluta fjölskyldunnar sem hafði brugðið sér í betri gallann eins og er við hæfi við setningu þjóðhátíðar. F.v., Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Halla Svavarsdóttir, Kamilla Dröfn Daðadóttir, Aron Sindrason, Sindri Ólafsson, Svavar Steingrímsson, Ólafur Einarsson og Sigurjón Viðarsson sem kíkti við. mbl.is/Ómar Garðarsson

Allt innan marka

Í eðlilegu ástandi hefði þjóðhátíð verið sett klukkan 14.30 í dag með lúðrablæstri, kórsöng, hugvekju og hátíðarræðu að viðstöddum prúðbúnum gestum. Ástandið er ekki eðlilegt en Jarl Sigurgeirsson og hans fólk í Lúðrasveit Vestmannaeyja létu sig ekki vanta í Dalinn og léku nokkur þekkt þjóðhátíðarlög. Nokkur hópur fólks var mættur, kíkti í sjoppurnar um leið og hlýtt var á tónlistina. Fjölskylda stillti upp veisluborði í einni götunni þótt ekkert væri tjaldið. Allt innan marka.

Mæðgurnar Guðný Gunnlaugsdóttir og Guðný Jensdóttir og dóttursonurinn, Bjartur Unnþórsson, …
Mæðgurnar Guðný Gunnlaugsdóttir og Guðný Jensdóttir og dóttursonurinn, Bjartur Unnþórsson, létu sig ekki vanta í Dalinn. Guðný eldri er 93 ára og hefur ekki sleppt mörgum þjóðhátíðum um dagana. mbl.is/Ómar Garðarsson
Geir Reynisson og Sigþóra Guðmundsdóttir og fjölskylda mættu með veisluborðið …
Geir Reynisson og Sigþóra Guðmundsdóttir og fjölskylda mættu með veisluborðið í Dalinn þótt ekkert væri tjaldið. mbl.is/Ómar Garðarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert