Smitaður starfsmaður á Ási í Hveragerði

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Starfsmaður Áss hjúkrunarheimilis í Hveragerði hefur greinst með kórónuveiruna. Starfsmaðurinn mætti til vinnu í fyrradag. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grundarheimilunum. Þar segir að unnið sé að málinu í samráði við smitrakningarteymið og aðra viðeigandi aðila varðandi sýnatöku heimilismanna og starfsmanna eftir því sem við á. Lokað hefur verið á heimsóknir á hjúkrunarheimilið á meðan unnið er að skimun og greiningu vegna hugsanlegs smits heimilismanna og starfsmanna Áss. 

Heimilismenn á Grund einkennalausir 

Tveir heimilismenn á Grund greindust með veiruna fyrr í vikunni. Í tilkynningu segir að viðkomandi einstaklingar hafi smitast á fimmtudag í síðustu viku, fyrir átta dögum. 

Heimilismennirnir tveir eru í einangrun og er líðan þeirra góð miðað við aðstæður. Þeir eru báðir einkennalausir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert