Þrumur og eldingar í Bláskógabyggð

Elding í Bláskógabyggð.
Elding í Bláskógabyggð. Ljósmynd/Ævar Eyfjörð Sigurðsson

Þrumur og eldingar gera nú vart við sig í Bláskógabyggð í Árnessýslu.

Að sögn Ingibjargar Jóhannesdóttur, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands, eru einhverjar líkur á að þær gætu haldið áfram næstu tvo tímana. Hún segir sem þetta virðist einungis vera á svæði Bláskógabyggðar.

„Loftið á svæðinu er mjög óstöðugt þarna. Það er svo rosalega hlýtt á yfirborðinu og það verður svo mikið uppstreymi,“ segir Ingibjörg í samtali við mbl.is.

„Mér sýnist þetta vera að fara minnkandi, þetta gæti stoppað eftir smá stund en þetta gæti haldið áfram næstu tvo tímana. Mér þykir mjög ólíklegt að þetta haldi áfram fram eftir kvöldi.“

Það er ekki á hverjum degi sem þrumur og eldingar gera vart við sig hér á landi en að sögn Ingibjargar þykir það þó ekki alltof sjaldgæft né óeðlilegt.

Meðfylgjandi myndskeið tók Ævar Eyfjörð Sigurðsson.

mbl.is