Vilhjálmur hættur með mál Ingós veðurguðs

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður.
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður er ekki lengur lögmaður Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. 

Þetta staðfestir Vilhjálmur við mbl.is, en Fréttablaðið greinir frá því að um sameiginlega ákvörðun þeirra hafi verið að ræða. 

Vilhjálmur sendi fyrr í mánuðinum sex kröfubréf fyrir hönd Ingólfs vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur tónlistarmanninum. Þau Silja Björk Björnsdóttir rithöfundur, Erla Dóra Magnús­dótt­ir og Kristlín Dís Ingilín­ar­dótt­ir blaðamenn, Edda Falak íþrótta­kona og áhrifa­vald­ur, Ólöf Tara Harðardótt­ir, einkaþjálf­ari og liðsmaður Öfga, og Sindri Þór Hilm­ars- og Sig­ríðar­son markaðs­stjóri fengu kröfubréfin. Kröf­urn­ar nema sam­tals 14 millj­ón­um króna. 

Ingó veðurguð.
Ingó veðurguð. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is