12 vinningshafar en enginn með þann stóra

Lottó.
Lottó.

Enginn var með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og gekk potturinn því ekki út að þessu sinni, en hann stóð í um 36 milljónum króna. 

Tveir voru þó með annan vinning og fá þeir í sinn hlut 323 þúsund krónur hvor. Annar vinningsmiðanna var í áskrift en hinn var keyptur í Lottó-appinu.

Enginn var heldur með allar jókertölur kvöldsins réttar en 10 voru þó með fjórar jókertölur af fimm réttar og fá þeir 100 þúsund krónur hver.

Fjórir vinningsmiðarnir voru keyptir á lotto.is, þrír voru í áskrift, einn var keyptur á Vídeómarkaðnum í Kópavogi, einn í Krambúðinni á Flúðum og einn í Jolla í Hafnarfirði.

Vinningstölur kvöldsins: 13, 18, 20, 29, 33. Bónustalan var 34.

Jókertölur kvöldsins: 3, 5, 4, 0, 1.

mbl.is