Allir íslensku keppendurnir enn með

Annie Mist Þórisdóttir er efst íslenskra keppenda í kvennaflokki.
Annie Mist Þórisdóttir er efst íslenskra keppenda í kvennaflokki. Ljósmynd/Facebook

Allir íslensku keppendurnir á heimsleikunum í crossfit, sem standa nú yfir í Bandaríkjunum, leika áfram á næsta keppnisdegi á morgun. 

Björgvin Karl Guðmundsson, eini íslenski keppandinn í karlaflokki, er í fjórða sæti eftir 11 keppnisþrautir af 15. Hann er nú með 759 stig alls en Bandaríkjamaðurinn Justin Medeiros leiðir með 879 stig. 

Í kvennaflokki eru þrír íslenskir keppendur. Efst þeirra er Annie Mist Þórisdóttir, hún er í sjöunda sæti þegar 12 keppnisþrautum af 15 er lokið. Annie er með 729 stig en í fyrsta sæti er hin ástralska Tia-Clair Toomey með 145 stig. 

Katrín Tanja Davíðsdóttir er tólfta með 636 stig og Þuríður Erla Helgadóttir sextánda með 553 stig. 

mbl.is