Annasamur sólarhringur hjá slökkviliðinu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 156 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 156 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Nóg var um að vera síðasta sólarhringinn hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Slökkviliðið sinnti alls 156 verkefnum á sjúkrabílum, þar af 32 forgangsútköllum og 29 flutningum tengdum Covid-19. 

Alls sinnti slökkviliðið sjö útköllum á dælubílum síðasta sólarhringinn og voru þau öll minni háttar. 

mbl.is