Brennisteinslykt í Múlakvíxl undir Mýrdalsjökli

Múlakvísl. Mikið er í áni og brennisteinslykt af vatninu.
Múlakvísl. Mikið er í áni og brennisteinslykt af vatninu. Ljósmynd/Jónas Erlendsson

Mikið er nú í Múlakvísl undir Mýrdalsjökli og brennisteinslykt stígur upp úr ánni. Einar Pétursson, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, segir að það sé alls ekki óalgengt að slíkt gerist á sumrin. 

Þó segir hann að veðurstofan vakti svæðið vel enda hefur skjálfta orðið vart í Kötlu undanfarna daga. Síðast var sagt frá skjálftum hér á mbl.is síðdegis í dag, þá 3,3 að stærð. 

„Það er í rauninni er eðlilegt á þessum árstíma,“ segir Einar um vatnsmagnið og brennisteinsfýluna.

Múlakvísl.
Múlakvísl. Ljósmynd/Jónas Erlendsson

Enn rólegt á veðurstofunni en fylgst grannt með

„Það er náttúrlega búin að vera smá jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli undanfarna daga. Og yfir hásumar eru leysingar algengar í jöklinum, það er auðvitað hærra hitastig og annað sem orsakar það eins og við vitum. Það myndast þá rásir undir jöklinum og það er jarðhitasvæði þar og þaðan kemur brennisteinslyktin. Við köllum þetta „jarðhitaleka“ í rauninni, þetta er ekki eins og jökulhlaup neitt.“

Þannig að þið eruð ekkert á handahlaupum þarna uppi á veðurstofu, eða hvað?

„Við erum ennþá róleg en allar svona ábendingar verða til þess að við fylgjumst enn betur með. Það er þó allt innan marka ennþá, við vorum búin að sjá vísbendingar um þetta á mælunum hjá okkur.“

mbl.is