Gosið hafi aðdráttarafl þessa helgi

Bogi Adolfsson telur líklegt að eldgosið í Geldingadölum verði fjölsótt …
Bogi Adolfsson telur líklegt að eldgosið í Geldingadölum verði fjölsótt um helgina ef lætin í því halda áfram mbl.is/Árni Sæberg

Góð aðsókn var að gosstöðvunum í blíðviðrinu í gær. Ætla má að staðurinn verði fjölsóttur þessa helgi þar sem landsmenn nýta verslunarmannahelgina og gott veður er í kortunum. „Það má ætla að gosið hafi aðdráttarafl, veðurspáin er góð svo það má alveg búast við því,“ segir Ásmundur Rúnar, aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarnadeildar. Hann segist ekki hafa sérstakar áhyggjur af þeirri hópamyndun sem kann að eiga sér stað við gosið. „Við hvetjum fólk til að fara varlega og virða þær reglur sem eru í gildi. Það er nægt svæði þarna þannig að fólk ætti að geta framfylgt reglum og tekið tillit hvað til annars.“

Ásmundur segir eitthvað um að fólk hafi snúið sig á fæti eða meiðst lítillega á göngu sinni og þá þarf björgunarsveitarfólk til að koma fólkinu niður og til aðstoðar. Hann vill því brýna fyrir fólki að fara ákaflega varlega og búa sig vel fyrir gönguna. „Það hefur gengið vel og við biðjum fólk að fara varlega og fylgjast með á facebooksíðu lögreglunnar á Suðurnesjum og eins í fjölmiðlum ef það eru einhverjar tilkynningar frá okkur.“ Hann vísar þá til dæmis í fregnir af gosþoku sem hefur áður gert vart við sig og þess háttar sem kann að hafa áhrif á áætlanir göngugarpa sem ætla sér að gosinu.

Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitar Þorbjörns, segir að viðbúnaður yfir helgina verði með svipuðu móti og áður. „Það verður bara þessi hefðbundni viðbúnaður, nema það bætist við mánudagur. Ef gosið ætlar að halda áfram að vera með þessi læti sem það er búið að vera með verður það að öllum líkindum mjög fjölsótt þessa helgi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert