Hafa þurft að vísa mörgum frá tjaldsvæðunum

Tjaldsvæðin á Akureyri voru fljót að fyllast í gær.
Tjaldsvæðin á Akureyri voru fljót að fyllast í gær. Mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Við fylltum bara tjaldsvæðin í gær um fjögurleytið og lokuðum báðum svæðum þá,“ segir Tryggvi Marinós­son, fram­kvæmda­stjóri tjaldsvæðanna á Ak­ur­eyri.

Hann segir að að tjaldsvæðin verði aftur lokuð um fjögurleytið í dag, það er að segja ef tekið verður á móti nýjum gestum sem hann efast um að verði hægt að gera.

„Fólk er yfirleitt komið til þess að vera alla helgina en það kannski losnar eitthvert smotterí.“

Sól og blíða er á Akureyri þessa helgi.
Sól og blíða er á Akureyri þessa helgi. Mbl.is/Þorgeir Baldursson

Um þriðjungur af þeim fjölda sem vanalega er

Tryggvi segir að gestir séu 800 talsins á tjaldsvæðinu á Hömrum og 200 talsins á Þórunnarstræti, sem sé um þriðjungur af þeim fjölda sem vanalega er yfir verslunarmannahelgi og vísar því til þeirra takmarkana sem í gildi eru.

Sól og blíða á Akureyri.
Sól og blíða á Akureyri. Mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Við höfum þurft að vísa fólki frá bara stanslaust og ég hef trú á að það sé mjög þétt á öllum tjaldsvæðunum hérna í Eyjafirði, ég veit að sum þeirra eru alla vega full,“ segir hann.

„Þetta gengur rosa vel, við kunnum þetta nú aðeins þar sem við erum búin að vera dálítið í þessum bransa.“

Mikill fjöldi er á tjaldsvæðum á Akureyri yfir verslunarmannahelgina.
Mikill fjöldi er á tjaldsvæðum á Akureyri yfir verslunarmannahelgina. Mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is