83 smit innanlands

83 kór­ónu­veiru­smit hafa greinst inn­an­lands eft­ir sýna­töku gær­dags­ins. Þetta kem­ur fram í upp­færðum töl­um á covid.is. 42 voru í sóttkví við greiningu eða rétt rúmur helmingur þeirra sem greindust. 

Eitt virkt smit greindist á landamærunum. 

Alls eru nú í 1.226 í ein­angr­un og 2.177 í sótt­kví. Alls eru nú tólf á sjúkrahúsi en þeir voru tíu í gær. 

Af þeim sem greindust í gær greindust 58 í einkennasýnatöku og 25 við sóttkvíar- og handahófsskimanir. 51 er fullbólusettur og 22 óbólusettir. Þá er bólusetning hafin hjá þremur. 

Smittölur síðustu daga hafa verið talsvert hærri en tölur gærdagsins. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarnadeildar, sagði í samtali við mbl.is að viðbúið væri að færri sýni yrðu tekin yfir verslunarmannahelgina. Koma verður í ljós hvort bæði sýnum og smitum eigi eftir að fjölga eftir helgi. 

Í fyrra­dag höfðu 145 smit greinst þegar töl­ur voru upp­færðar. Tölur fyrir föstudaginn hafa nú verið uppfærðar að nýju og greindust alls 154, sem er mesti fjöldi smita sem greinst hefur á einum degi frá því faraldurinn hófst. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert