Annie fékk brons eftir magnaðan endasprett

Annie Mist Þórisdóttir.
Annie Mist Þórisdóttir. Ljósmynd/Foodspring

Annie Mist Þórisdóttir hlaut bronsverðlaun á heimsleikunum í crossfit, sem fram fóru í Bandaríkjunum um helgina, með glæsilegum lokakafla í síðustu keppnisgreinum mótsins. 

Afrek Anniear er ekki síður merkilegt fyrir þær sakir að hún eignaðist sitt fyrsta barn fyrir tæpu ári.

Annie hefur tvisvar orðið heimsmeistari í crossfit, árin 2011 og 2012. 

Annie lauk keppni í dag með 1.099 stig en hin ástralska Tia-Clair Toomey vann mótið með 1.435 stigum og er því nýr heimsmeistari. 

Björgvin Karl Guðmundsson var eini íslenski keppandinn í karlaflokki á leikunum í ár og endaði hann í fjórða sæti. Hann lauk keppni með 979 stig en hinn bandaríski Justin Medeiros varð hlutskarpastur með 1.134 stig og er því nýr heimsmeistari. Björgvin Karl gerði sér lítið fyrir og vann 13. keppnisgreinina í dag af 15 greinum alls. 

Í kvennaflokki kepptu einnig fyrir Íslands hönd þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir. Katrín Tanja varð tíunda og lauk keppni með 921 stig en Þuríður Erla varð þrettánda með 723 stig. 

mbl.is