Bætir í úrkomu og vind í næstu viku

mbl.is/​Hari

Í dag er spáð er áframhaldandi hægviðri með dálítilli rigningu eða skúrum sunnan- og vestanlands, en annars yfirleitt bjart og fremur hlýtt veður.

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands að reikna megi með þokulofti eða súld við sjávarsíðuna, ekki síst að næturlagi. Um og eftir miðja næstu viku bætir þó heldur í úrkomu og vind, einkum á sunnanverðu landinu. Hiti helst þó áfram þægilegur fyrir ferðlanga og útivistarfólk, sem vilja njóta náttúru landsins síðsumars.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og víða skúrir, einkum norðantil. Hiti víða 12 til 17 stig.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Hæg breytileg átt eða hafgola og rigning með köflum eða skúrir víða. Áfram hlýtt í veðri.

Á föstudag:
Hæg breytileg átt eða hafgola og rigning með köflum eða skúrir, einkum sunnan- og suðaustantil. Áfram hlýtt í veðri.

Á laugardag:
Hæg breytileg átt eða hafgola. Bjart með köflum og úrkomuminna. Áfram hlýtt í veðri.

mbl.is