Birgitta gengin til liðs við Sósíalistaflokkinn

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður og formaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, er gengin til liðs við Sósíalistaflokkinn. Þetta tilkynnir hún á facebooksíðu sinni. 

Hún segir þó við mbl.is að hún ætli sér ekki endilega í framboð, kannski verði hún einhvers staðar á lista en þó ekki í baráttusæti. 

„Mér hefur verið boðið að þiggja oddvitasæti í einhverjum upprennandi flokkum en ég hef ekki áhuga á slíku. Mér finnst bara gaman að taka þátt í grasrót flokks, það er hollt fyrir mann,“ segir Birgitta í samtali við mbl.is. 

Fyrrverandi flokksbróðir Birgittu, Þór Saari, skipar annað sæti á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi. Slembival var notað við val í kjörnefnd, sem síðan annaðist val á lista flokksins í kjördæminu og er María Pét­urs­dótt­ir, mynd­listarmaður, ör­yrki og aðgerðasinni, oddviti listans. 

mbl.is