Björgunarsveitir kallaðar út

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björgunarsveitir í Árneshreppi voru kallaðar út í hádeginu vegna slyss sem varð á svæðinu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjúkrabíll voru einnig kölluð út.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að veður á svæðinu sé gott og aðstæður fyrir björgunarfólk einnig. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar að svo stöddu. 

mbl.is