Kærður fyrir fíkniefnaakstur í Vestmannaeyjum

Maður var stöðvaður við akstur um tíuleytið í gærkvöldi í …
Maður var stöðvaður við akstur um tíuleytið í gærkvöldi í Vestmannaeyjum grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður var stöðvaður við akstur um tíuleytið í gærkvöldi í Vestmannaeyjum grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Þá segir Pét­ur Stein­gríms­son, varðstjóri hjá Lög­regl­unni í Vest­manna­eyj­um, að þegar maðurinn var stöðvaður hafi komið í ljós að um vörslu á fíkniefnum væri að ræða.

„Þetta gengur síðan bara sinn veg í dómskerfinu, það er bara svoleiðis,“ segir Pétur.

Engar aðrar kærur síðustu tvær nætur

Þá segir Pétur að um engar aðrar kærur hafi verið að ræða síðustu tvær nætur. Það hafi verið tilkynnt um hópslagsmál en að þau hafi verið yfirstaðin er lögregla kom á vettvang.

Að öðru leyti hafi verið nokkuð erilsamt hjá lögreglunni, en um minniháttar útköll að ræða, þá aðallega hávaðakvartanir og eitthvað af of fjölmennum samkomum.

mbl.is