Rólegt yfir Kötlu í dag

Skjálftar hafa mælst í Kötlu undanfarna daga.
Skjálftar hafa mælst í Kötlu undanfarna daga. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þrír skjálftar mældust í Kötlu í dag, þó allir þrír um einn að stærð og því í raun bara smáskjálftar. Töluverð skjálftavirkni hefur verið í Kötlu undanfarið, en náttúruvársérfræðingur á vakt veðurstofunnar segir vel fylgst með stöðu mála. 

„Þetta voru þrír litlir skjálftar þarna í dag. Allir um einn að stærð, þannig að það má alveg segja að það sé tiltölulega rólegt þarna núna,“ segir náttúruvársérfræðingur á vakt Veðurstofunnar í samtali við mbl.is. 

Eins og mbl.is greindi frá í gær fannst brennisteinslykt í Múlakvísl undir Mýrdalsjökli. Engar breytingar hafa orðið þar á og gerist þetta gjarnan á svæðinu, í raun árlega að sögn sérfræðings Veðurstofunnar. 

En þið haldið þá væntanlega bara áfram að fylgjast grannt með stöðu mála?

„Já já, við fylgjumst alltaf vel með þróuninni á svæðinu.“

mbl.is