Þyrlan flutti slasaðan frá Vestfjörðum í bæinn

Þyrlan lenti nú á fjórða tímanum.
Þyrlan lenti nú á fjórða tímanum. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti í bæinn manneskju sem slasaðist í bílslysi á Vestfjörðum nú á fjórða tímanum. 

Þyrlan lenti upp úr klukkan hálffjögur við Landspítalann í Fossvogi. 

Björgunarsveitir höfðu áður verið kallaðar út í Árneshreppi vegna slyssins.

Meiðsli viðkomandi eru ekki talin alvarleg, en frekari upplýsingar um það lágu ekki fyrir. 

Tildrög slyssins voru varðstjóra Landhelgisgæslunnar ekki kunn, en eftir því sem hann best vissi var slysið ekki talið alvarlegt.

Hins vegar hafi þótt tilefni til þess að flytja viðkomandi til Reykjavíkur undir læknishendur. 

mbl.is