Eldur kviknaði í risíbúð

Eldur kviknaði í risíbúð í Hafnarfirði í nótt. Sjáanlegur eldur var á efstu hæð þegar lögregla kom á vettvang. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði gekk greiðlega að slökkva eldinn sem barst ekki í aðrar íbúðir. Talsvert tjón varð á íbúðinni, aðallega vegna reyks og sóts. Ekki er vitað um eldsupptök, en enginn var í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði. 

mbl.is