Guðmundur Felix í fríi eftir sex mánuði á spítala

Guðmundur Felix er allur að koma til.
Guðmundur Felix er allur að koma til. Skjáskot

Guðmundur Felix Grétarsson er nú staddur í fríi með konu sinni eftir sex mánaða dvöl á sjúkrahúsi í kjölfar handaágræðsluaðgerðarinnar í janúar. 

Guðmundur deildi myndskeiði á Facebook þar sem hann ber sólaráburð á konu sína. Hann segir mikilvægt að halda áfram að örva hendurnar, jafnvel þótt hann sé í fríi. 

„Ég myndi ekki gera þetta með króknum,“ segir Guðmundur í myndskeiðinu. 

mbl.is