Helst sést til sólar fyrir austan

Veðrið hefur verið gott fyrir austan síðustu vikur.
Veðrið hefur verið gott fyrir austan síðustu vikur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Næstu daga má búast við hægum vindum, þungbúnu veðri og víða vætu á landinu. Helst sést til sólar fyrir austan, líkt og svo oft áður síðustu vikur. 

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands að áfram verður hlýtt í veðri og getur hiti farið nærri 20 stigum í innsveitum þegar best lætur. Sums staðar má búast við þokulofti við sjávarsíðuna að næturlagi og jafnvel fram eftir degi, verður því svalara þar. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og víða skúrir, síst þó fyrir austan. Hiti víða 12 til 17 stig.

Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og rigning með köflum eða skúrir og fremur hlýtt í veðri.

Á laugardag og sunnudag:
Suðaustlæg átt og rigning með köflum, en þurrt að kalla fyrir norðan. Heldur hlýnandi veður.

mbl.is