Bólusetning skólabarna í skoðun

Yngra fólk svarar bólusetningum yfirleitt vel og veikist sjaldan og …
Yngra fólk svarar bólusetningum yfirleitt vel og veikist sjaldan og þá yfirleitt vægt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Eins og aðrir landsmenn bíðum við þess með öndina í hálsinum að sjá hvernig faraldurinn þróast og hver áhrifin verða á upphaf skólastarfs,“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara

Í dag, 3. ágúst, hefst að tillögu sóttvarnalæknis gjöf örvunarskammts til kennara og annars starfsfólks skóla sem í vor og sumar fékk Janssen. Efnin sem nú bjóðast eru Pfizer eða Moderna og er ætlað að skerpa á þeirri vörn sem þegar er til staðar.

Í dag mætir í sprautun fólk fætt í janúar og febrúar, þau sem afmæli eiga í mars koma á morgun, og svo framvegis. Öðrum sem fengu Janssen mun sömuleiðis bjóðast aukaskammtur fyrir 20. ágúst. „Kennarar byrja í vikunni að undirbúa sig fyrir veturinn og mæta svo í skólana nærri 13. ágúst, daginn sem yfirstandandi sóttvarnaaðgerðir falla úr gildi. Börnin mæta svo 23. ágúst og þá og helst fyrr þarf að vera komið alveg á hreint hvort til dæmis þurfi að hólfa skólahúsnæði niður til að koma í veg fyrir smit eða gera ráðstafanir,“ segir Þorgerður í umfjöllun um mál þessi í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert