Hinsegin dagar hefjast í dag

Hinsegin dagar 2021 hefjast í dag.
Hinsegin dagar 2021 hefjast í dag. mbl.is/Freyja Gylfa

Hinsegin dagar 2021 hefjast í dag. Árleg litun gatna í regnbogalitunum, hinsegin fánalitanna, verður á Ingólfsstræti á milli Laugavegar og Hverfisgötu klukkan 12 í dag. 

Þema Hinsegin daga í ár er Hinsegin á öllum aldri.

Opnunarhátíð Hinsegin daga fer fram í Gamla bíó í kvöld þar sem úrval hinsegin listamanna kemur fram er kemur fram í tilkynningu frá stjórn Hinsegin daga. 

Hátíðin stendur til sunnudagsins 8. ágúst. 

Á dagskrá er fjarfundur með Aron-Winston Le Fevre, mannréttindafulltrúa Copenhagen Pride 2021, um ástandið í Evrópu, fræðsla sem kallast Hinsegin 101 fyrir hinsegin fólk, Samtal kynslóða, svo eitthvað sé nefnt. 

„Á hverjum degi er hægt að velja um ýmsa viðburði. Á Opnunarhátíð og fræðsluviðburðum verður hólfaskipting, grímuskylda og skipað til sætis. Einnig þurfa allir þeir sem sækja viðburði að skrá sig með nafni, kennitölu og símanúmeri. Skráning er undir hverjum viðburði á dagskránni á Hinsegindagar.is.

Viðburðum verður streymt beint á facebooksíðu Hinsegin daga, svo þau sem ekki treysta sér til að mæta eða fengu ekki miða eigi kost á að fylgjast með dagskránni í beinni,“ segir í tilkynningu. 

mbl.is