Ísland hefur töluverðar birgðir af bóluefni

Ísland býr yfir miklum birgðum af bóluefni.
Ísland býr yfir miklum birgðum af bóluefni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nóg er til af bóluefni á lager en samkvæmt áætlunum ráðherra á að bólusetja alla 50.000 sem hafa verið bólusettir með Janssen með örvunarskammti af Pfizer eða Moderna. Einnig er í skoðun að bólusetja börn á aldrinum 12-15 ára og gefa fólki sem tilheyrir viðkvæmum hópum þriðja skammtinn af bóluefni Pfizer.

Fram kemur í skriflegu svari fyrirtækisins Distica, sem sér um dreifingu og hýsingu bóluefna hér á landi, að birgðir Íslands eru drjúgar en á lager eru til 75.000 skammtar af Pfizer, 7.400 skammtar af Moderna, 7.200 skammtar af Janssen og 5.500 skammtar af AstraZenica. Þetta eru í heild 95.100 skammtar sem eru til á lager.

Væntanlegir skammtar til landsins næstu vikurnar eru um 33.000 skammtar af Pfizer og um 96.000 skammtar af Moderna. Það gera því 129.000 skammtar af bóluefni sem væntanlegir eru til landsins.

mbl.is